Tengdur í gegnum Saltkjöt og email

Það er saltkjöt í matinn í kvöld, þegar ég tók það úr frystinum kom nístandi verkur í bakið.  Ég hugsaði hvað ég ætti nú bágt og því næst kveikti ég á tölvunni og kíkti á póstinn minn og sá að Gísli vinur minn hafði sent mér mail sem sagði í raun, mikið hefurðu það gott.  Fyrir rúmum tveimur árum var erfiður róðurinn í lífsins ólgusjó, lausnirnar voru innantómt tómt þras og skortur á raunsæjum lausnum í bland við framkvæmdar vinnu.  Draumurinn um að stunda mína vinnu og sinna minni fjölskyldu sem og mínum áhugamálum gerðist ekki með því að stunda bara dagdrauma, verklegi þátturinn skipti miklu máli auk þess að vinna oft á móti mínum hvötum og stíga skrefið þó svo hugurinn segði allt annað.  Gömlu góðu gildin eiga svo oft við sem og gömlu frasarnir.  Ég kíkti að Holtsmúla að kíkja á hryssuna mína í gær, heimsóknin þangað gaf mér ofboðslega mikið einsog vanalega og er sérstaklega gaman að finna hvað það er mikill kraftur í sveitasælunni, þennann kraft hefði ég aldrei fundið fyrir tveimur árum enda var ég ekki tengdur við eitt né neitt þá, enda var ég bara ótemja rétt einsog hryssan í gær 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Torfi

Já elsku vinur 15 ágúst 2006 var ekki endastöð í lífi Eysteins

15 ágúst 2006 var Nýtt Upphaf á glæsilegu og innihaldríku lífi Eysteins.

 AMEN

forréttindi að vera vinur þinn minn kæri vinur.

Gísli Torfi, 3.9.2008 kl. 08:14

2 Smámynd: Karl Jónsson

Það er vinna að lifa þessu lífi strákar. Allir eiga sín "up's and down's". Það er frábært að heyra af ykkur hérna og hvernig lífið leikur við ykkur.

Þið eruð bara toppkallar  

Karl Jónsson, 3.9.2008 kl. 11:32

3 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

Gaman að fá comment frá markahæsta manni Hvatar fyrr og síðar og tvistinum þrekna frá Snæfells árunum

Eysteinn Skarphéðinsson, 3.9.2008 kl. 21:25

4 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

innlitskvitt

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 7.9.2008 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband