Bráðum koma blessuð Jólin

Mikið var gott að leggja sig aðeins í strætó í kvöld á leiðinni úr vinnunni í þjóna vinnunna.  Það getur nefnilega verið smá kúnst að koma sér í þjóna gírinn eftir langa dagvakt.  En þegar ég vaknaði í strætó niðrí bæ varð ég mjög ánægður að vera búinn að öllu og hugsaði með mér að jólin mættu nú alveg koma bara.  Jólagjafirnar rötuðu allar í réttann gjafapappír, þó svo að þær séu ívið fleiri en oft áður en það var fyrirfram ákveðið.  Í ár akvað ég að gefa fleiri pakka og var það næstum farið allt í rugl en bjargaðist með áfyllingar gjöfum eins og ég kalla þær en það eru gjafirnar sem ég kaupi í biðröðunum við kassann þegar ég man ekki fyrir hverja ég er búinn að kaupa gjafir?  Já það verða engin hlaup fyrir hádegi á aðfangadag, heldur verður tilhlökkun og gleði og vonandi njótið þið Jólanna.  Gleðileg JólHappy

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mikill munur að vera búin að öllu allavega nokkrum dögum fyrir jól. Þú hefur ákveðið að vera eins og ég um þessi jól og láta fjölskylduna njóta að peningarnir fara ekki í bull eins og áður;)

Albert (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 17:07

2 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

Já það eru allir að græða.

Eysteinn Skarphéðinsson, 23.12.2007 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband