Færsluflokkur: Bloggar

Gengur betur næst

Einhvern veginn hef ég ekki náð því að verða mikill eurovision fan en eins og flestir Íslendingar fylgist ég með svona með öðru auganu og hef gaman af.  Eurovision er held ég merkilegt fyrirbæri fyrir okkur Íslendinga fyrir það hvað keppnin skapar mikið umtal og því fögnum við auðvitað, en auðvitað getum við gleymt okkur í hita augnabliksins eins og ein góð kona sem ég heyrði í, í dag.  Hennar skoðanir voru á þá leið að keppnin væri orðinn algjör skrípalæti og austurblokkin væri sökudólgurinn.  Keppnin er kominn á það plan að ekki er horfandi á þetta.  Á endanum lagði hún til að við kysum framvegis alltaf lélugustu lögin, ja hún hefur eflaust viljað komast á sama plan og hinir

Þolinmæði strax

Ég reyni oft að taka smá hugleiðslu með fyrsta kaffibollanum á morgnana og geri heiðarlega tilraun til að ákveða daginn.  Oft tek ég eitt hugtak fyrir og reyni að einbeita mér að því og í morgun var það þolinmæðin.  Þegar leið á daginn sá ég að þolinmæðin kemur við sögu margoft yfir daginn og miklu oftar en ég hafði spáð í.  Ég þarf að sýna þolinmæði er ég býð eftir strætó, í sjoppunni, í sambandi við vinnufélagana, vinina, vinnuveitendur, umferðina, fjölskylduna, bankann og ég gæti haldið endalaust áfram.  Þetta leiddi hugann að því þegar ég var gutti og spurði mömmu hvað ég ætti að gera, þá svaraði sú gamla taka hnút og skera hreint óþolandi svar.  Já þolinmæðin getur verið erfið en það versta við þetta er að ég hef ekki þolinmæði til að bíða eftir að verða þolinmóður

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband